Vætusamt norðanlands

Veðurútlit á hádegi í dag, miðvikudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, miðvikudag.

Norðlæg átt, 5-13 m/s, verður á landinu í dag og fremur vætusamt um landið norðanvert. Mun úrkomuminna verður syðra, en það fer svo að rigna suðaustanlands í kvöld. Hiti verður á bilinu 6-14 stig, mildast suðaustantil.

Á morgun verður suðvestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s. Búast má við skúrum sunnan- og vestantil, en annars úrkomulítið. Hiti verður á bilinu 5-10 stig.

Suðvestanáttir verða svo áfram ríkjandi með skúrum fram á laugardag þegar von er á næstu lægð. Gera nýjustu spár ráð fyrir að henni fylgi allmikil rigning, einkum sunnantil á landinu. Þokkalega milt verður þó næstu daga og lítið um næturfrost, enda lítið um bjartar stillunætur á næstunni.

Veðrið á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert