375 á biðlista eftir hjúkrunarrými

Nýja sjúkrahótelið við Landspítalann.
Nýja sjúkrahótelið við Landspítalann. mbl.is/​Hari

Að meðaltali voru 375 manns á biðlista eftir hjúkrunarrými á öðrum fjórðungi ársins, samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis.

Fram kemur á heimasíðu embættisins að biðlisti hafi lengst umtalsvert frá árinu 2014 og náð hámarki í lok árs 2018 en heldur styst það sem af sé ári. Einkum fjölgaði í hópi þeirra sem höfðu beðið lengur en 90 daga á tilgreindum tímapunktum.

Í yfirliti landlæknisembættisins kemur fram að flestum rýmum hafi verið úthlutað á fyrsta ársfjórðungi hvers árs.

Á fyrsta ársfjórðungi ársins 2019 fengu 273 einstaklingar hjúkrunarrými, fleiri en árin á undan. Af þeim biðu ríflega 50% lengur en 90 daga. Það hlutfall var innan við 20% á sama tímabili ársins 2014 og fór í fyrsta skipti yfir 50% á fyrsta ársfjórðungi ársins 2019. Lítil fjölgun varð á hjúkrunarrýmum á landsvísu á síðustu 10 árum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »