Grindhvalurinn kominn á flot

Frá vettvangi í Hvalfirði.
Frá vettvangi í Hvalfirði. Ljósmynd/Stephanie Langridge

Grindhvalurinn sem strandaði við Hvammsvík í Hvalfirði fyrr í dag komst af sjálfsdáðum aftur á flot nú fyrir skömmu, en það flæðir að og von er á háflóði klukkan sex síðdegis. Vöktun er enn í gangi hjá viðbragðsaðilum og verður eitthvað áfram. Þá er sveitarfélagið upplýst um framgöngu málsins.

Hvalurinn strandaði fyrir hádegi, en fljótlega var fólk komið á staðinn og var lögregla kölluð til. Samkvæmt viðbragðsáætlun meta sérfræðingar MAST aðstæður og veita ráðleggingar. Sem fyrr segir dugðu sjávarföllin í þetta skipti og komst hvalurinn á flot og gat synt af stað þegar flæddi að.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert