Helga Vala nýr formaður velferðarnefndar

Helga Vala Helgadóttir hlýðir á stefnuræðu forsætiráðherra á Alþingi í …
Helga Vala Helgadóttir hlýðir á stefnuræðu forsætiráðherra á Alþingi í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er nýr formaður vel­ferðar­nefnd­ar Alþing­is.

Samkvæmt samkomulagi Samfylkingarinnar og Pírata mun þingmaður Pírata taka við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd af Helgu Völu.

Helga Vala tók sæti á Alþingi fyrir Samfylkinguna í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum 2017.

mbl.is