Nýr Magni siglir 10 þúsund mílur

Nýr Magni er mjög nýtískulegur. Hann er væntanlegur til Reykjavíkur …
Nýr Magni er mjög nýtískulegur. Hann er væntanlegur til Reykjavíkur í byrjun næsta árs. Ljósmynd/Gísli Jóhann Hallsson

Nú styttist í að hinn nýi og öflugi dráttarbátur Magni verði afhentur Faxaflóahöfnum. Hans bíður síðan löng og ströng sigling frá Víetnam til Reykjavíkur.

Smíðin gengur vel og er á lokastigi. Báturinn er smíðaður í Hi Phong í Víetnam. Skipasmíðastöðin Damen Shipyards í Hollandi smíðar bátinn, en hún rekur skipasmíðastöð í Víetnam. Reiknað er með að báturinn verði klár um næstu mánaðamót, nánar tiltekið 4. október, samkvæmt upplýsingum Gísla Jóhanns Hallssonar, yfirhafnsögumanns hjá Faxaflóahöfnum.

„Dagana 8. til 19. september fara fram allsherjarprófanir á sjó þar sem allur búnaður bátsins verður prófaður og togprufa fer fram. Eftir það verður tíminn til mánaðamóta notaður til að laga hnökra sem upp kunna að koma og báturinn þrifinn hátt og lágt,“ segir Gísli Jóhann.

Að því loknu er stefnt að því að sigla bátnum heim, en Damen sér um að manna bátinn og stefnir að því að afhenda hann í Reykjavík um miðjan janúar 2020. Áætlað er að siglingin taki 60 daga með stoppum en leiðin er áætluð 10.350 sjómílur, eins og sjá má á meðfylgjandi korti.

Í umfjöllun um nýja dráttarbátinn í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að hann sé 32 metra langur og 12 metra breiður. Hann er með tvær 2.025 kW aðalvélar (samanlagt 6.772 hestöfl). Togkraftur er sagður verða 85 tonn fram og 80 aftur. Er það helmingi meiri togkraftur en núverandi Magni hefur og sá sami og samanlagt allra fjögurra núverandi báta Faxaflóahafna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »