Ölvaður á 111 km hraða innanbæjar

mbl.is/​Hari

Lögreglan mældi ferð bifreiðar á 111 km hraða á Kringlumýrarbraut í nótt. Bifreiðinni var veitt eftirför og hún stöðvuð í Kópavogi þar sem ökumaðurinn viðurkenndi að vera án réttinda þ.e. svipt ökuréttindum (ítrekað brot). Ökumaðurinn er einnig grunaður um ölvun við akstur.

Lögreglan handtók mann sem hafði ekið á kyrrstæða bifreið við Laugaveg á sjöunda tímanum í gær. Maðurinn er grunaður um ölvun við akstur, akstur án réttinda, þ.e. hefur ekki öðlast ökuréttindi, og brot á vopnalögum. Hann er vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Síðdegis stöðvaði lögreglan bifreið við Kringluna en ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum, vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum.

Um kvöldmatarleytið var síðan ferð ökumanns stöðvuð í hverfi 104 en hann er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Nokkru síðar var bifreið stöðvuð við Mörkina. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn neitaði þvagsýnatöku og var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Blóðsýni var tekið fyrir rannsókn máls og var hann síðan laus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert