Þrjár stöðvar á sama stað

Nýja stöðin verður rekin undir merkjum ÓB. Ferðaþjónustufyrirtæki á staðnum …
Nýja stöðin verður rekin undir merkjum ÓB. Ferðaþjónustufyrirtæki á staðnum mun reka verslun við stöðina. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Ný bensínstöð Olís í Vík í Mýrdal, undir merkjum ÓB, verður opnuð í næstu viku. Þetta er í frásögur færandi einkum sakir þess að þetta er þriðja bensínstöðin í þorpinu, þar sem búa um 450 manns.

Nú verða öll íslensku olíufélögin þrjú, Olís, N1 og Skeljungur, með starfsemi í þorpinu og eru stöðvar þeirra allra nánast á sama blettinum.

Vík er einn fjölfarnasti ferðamannastaður landsins og því sjá olíufélögin sér hag í að vera með starfsemi í byggðarlaginu. „Vík í Mýrdal er heitur reitur þar sem við sjáum ýmis tækifæri. Við eignuðumst lóð þar fyrir mörgum árum en svo hefur dregist annarra verkefna vegna að fara í framkvæmdir,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert