Villan virðist hafa komið við breytingu

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands.

Reiknivillan sem hafði áhrif á prófniðurstöður hluta þeirra sem þreyttu inntökupróf í læknadeild Háskóla Íslands (HÍ) síðastliðið sumar finnst ekki í excel-skjölum sem geyma prófniðurstöður undanfarinna fimm ára og enn eru til, að sögn Engilberts Sigurðssonar, deildarforseta læknadeildar. Villan virðist hafa komið inn þegar línum var bætt í skjal frá því í fyrra.

Engilbert taldi að excel-forritið hefði verið notað til að halda utan um útreikninga á prófniðurstöðum allt frá árinu 2003 þegar inntökupróf voru tekin upp í læknadeild HÍ.

29 fengu próf með villu

Rúmlega 420 próftakar gengust undir inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun við læknadeild HÍ í júní sl. Þar af tóku 316 inntökupróf í læknisfræði. Villa var í formúlu í prófum hjá 29 próftökum af þessum 316. Hún var ekki í prófum þeirra sem þreyttu inntökupróf í sjúkraþjálfun. Engilbert leitaði nánari upplýsinga hjá stærðfræðingnum sem reiknaði út niðurstöður prófanna, en hann er staddur erlendis.

Engilbert Sigurðsson.
Engilbert Sigurðsson. mbl.is/Ásdís

„Þessi villa varð líklega þegar nýjum línum var bætt í skjalið frá því í fyrra þar sem talsvert fleiri tóku prófið í ár en þá. Þessi villa leiddi til þess að einkunnir voru rangar hjá þessum próftökum. Þeir hafa nú allir fengið senda rétta lokaeinkunn og röðun í tölvupósti,“ sagði Engilbert.

Próftakar skoða niðurstöður

Hann sagði að 40-50 próftakar frá því í sumar hefðu óskað eftir að fá að sjá niðurstöður prófanna og er það svipaður fjöldi og á síðustu árum. Eftir að fréttir bárust af villunni og því að fimm próftökum hefði verið bætt í hóp læknanema fjölgaði þeim aðeins sem vildu fá að skoða niðurstöðurnar, þeir eru þó innan við tíu. 

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »