Enginn vill hrapa fram af

Á barmi kulnunar. Mikil vanlíðan fylgir langvarandi sjúklegri streitu og …
Á barmi kulnunar. Mikil vanlíðan fylgir langvarandi sjúklegri streitu og fólk getur verið mjög lengi að ná sér. Lj+osmynd ThinkStock/Getty Images.
Í ljósi þess hversu mikil aukning er á sjúklegri streitu og að æ fleira fólk lendir í veikindaleyfi vegna þess þarf að grípa fólk áður en það veikist alvarlega. Við ákváðum því að slá til og höfum verið að bjóða upp á vikulöng námskeið sem eru miðuð að fólki sem finnur að það verður að gera eitthvað til að lenda ekki í þroti.“
Þetta segir Margrét Grímsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsustofnun í Hveragerði, sem heldur utan um námskeið sem heitir Tökum stjórnina, streita og kulnun, en það er ætlað þeim einstaklingum sem upplifa sig á barmi kulnunar í lífi og/eða í starfi.

„Við höfum til fjölda ára verið með streitumeðferð hér á Heilsustofnun, þá kemur fólk hingað í fjögurra vikna dvöl vegna mjög mikillar streitu eða kulnunar, en flest það fólk er komið í veikindaleyfi frá vinnu vegna sjúklegrar streitu. Við höfum verið með ýmsar útfærslur á þessum námskeiðum, fólk kemur ýmist í styttri meðferðir eða lengri námskeið þar sem lokaður hópur dvelur hér samfellt í heilan mánuð og vinnur eftir ákveðinni dagskrá.“

Margrét segir að ákveðin merki gefi til kynna að fólk þurfi að gera eitthvað í sínum málum, að hætta sé á ferðum.

Sjá viðtal við Margréti um þetta málefni í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert