Húmor vann á sjóveiki

Marglytturnar við Ermarsund.
Marglytturnar við Ermarsund.

Andlegur styrkur var lykilatriði í undirbúningi Marglyttanna sem fóru boðsund yfir Ermarsund, 34 kílómetra sjóleið frá Dover á Englandi í Cap Gris Nez í Frakklandi, síðastliðinn þriðjudag.

Þetta segir Þórey Vilhjálmsdóttir, ein hinna fræknu sundkvenna, en hinar voru Sigurlaug María Jónsdóttir, Sigrún Þ. Geirsdóttir, Halldóra Gyða Matthíasdóttir, Birna Bragadóttir og Brynhildur Ólafsdóttir. Sundið var farið meðal annars til að vekja athygli á plastmengun í hafinu og vekja athygli á og safna fé til hreinsunarstarfs Bláa hersins.

Vanar krefjandi aðstæðum

„Við Marglytturnar erum allar sex vanar því að þurfa í lífi okkar og starfi að mæta krefjandi aðstæðum. Vissum því að hugurinn þyrfti að vera rétt stilltur svo við gætum lokið þessu verkefni. Að ná alla leið var miklu meiri áraun fyrir hugann en líkamann,“ segir Þórey. „Fyrir sundið höfðum við reynt okkur við ýmsar ólíkar aðstæður í sjósundi hér heima, svo sem að synda yfir Skerjafjörðinn suður á Bessastaði, synda yfir Grundarfjörð með aragrúa af öðrum marglyttum og æfðum kuldaþolið í tvo klukkutíma í 14,5 gráðum í Nauthólsvík. Þá áttum við einnig góða fundi með Hafrúnu Kristjánsdóttur sálfræðingi, sem fræddi okkur um hvernig best væri að mæta óvæntum aðstæðum sem upp gætu komið. Leiðsögn hennar var mjög þýðingarmikil.“

Sjá samtal við Þóreyju Vilhjálmsdóttur í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert