Kemst ekki heim vegna banns

Tíkin Bella fær ekki að fara til eiganda síns á …
Tíkin Bella fær ekki að fara til eiganda síns á Íslandi í bráð. Ljósmynd/Ásdís Sjafnar Sigurðardóttir

Tíkin Bella fær ekki að fara frá Noregi til eiganda síns sem búsettur er hér á landi. Ástæðan er innflutningsbann á hundum frá Noregi hingað til lands vegna hundaveiki sem hefur lagt 26 norska hunda að velli.

Bella hefði farið í fjögurra vikna einangrun þegar hún kæmi hingað til lands, sem kostar 300.000 krónur, og læknisskoðun sem hún fór í fyrir brottför kostaði 100.000 krónur.

Ásdís Sjafnar Sigurðardóttir, móðir eiganda Bellu, hefur verið í samskiptum við MAST vegna málsins og beðið um að undantekning verði gerð fyrir Bellu. Ekki var fallist á það og panta þarf nýtt pláss fyrir hundinn í einangrun með tilheyrandi kostnaði, ásamt flugi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert