Nýjar siðareglur Alþingis

Steingrímur J.
Steingrímur J. mbl.is/Árni Sæberg

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Helga Vala Helgadóttir, þáverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, unnu í sumar ný drög að siðareglum fyrir alþingismenn.

„Það var samþykkt í forsætisnefnd að við tvö tækjum að okkur að stýra verkinu í samstarfi við lagaskrifstofu og þá ráðgjafa sem við höfum leitað til,“ segir Steingrímur í Morgunblaðinu í dag.

Steingrímur segir að væntanlega muni í kjölfarið fylgja minniháttar breytingar á þingskapalögum. Drögin verði bráðlega send til umsagnar hjá ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu), en sú stofnun hafi boðið fram aðstoð sína á þessu sviði og sé með sérstaka deild sem veiti þjóðþingum faglega ráðgjöf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert