Stórt framlag fyrir litla þjóð

Sprengjusérfræðingar frá 16 löndum eru við æfingar á Suðurnesjum.
Sprengjusérfræðingar frá 16 löndum eru við æfingar á Suðurnesjum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

300 sérfræðingar frá 16 löndum taka nú þátt í Northern Challenge, alþjóðlegri sprengjuleitaræfingu sem fram fer hér á landi á vegum Atlantshafsbandalagsins, NATO. Æfingin hófst á sunnudaginn, henni lýkur í næstu viku og þetta er í átjánda sinn sem hún er haldin.

Markmið hennar er að æfa viðbrögð við hryðjuverkum við fjölbreyttar aðstæður; á flugvelli, í höfnum, í skipi og við bryggju. Æfingin fer að stærstum hluta fram á starfssvæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli en einnig á hafnarsvæðum víða á Suðurnesjum.

Aðstæður eru hafðar eins raunverulegar og kostur gefst á og í því skyni er tilbúnum sprengjum, sem svipar til þeirra sem fundist hafa víða um heim, komið fyrir. Virkjuð er sérhæfð stjórnstöð þar sem öll uppsetning og vinnubrögð eru samkvæmt alþjóðlegum ferlum NATO.

Keith Mabbott, undirforingi í konunglega breska sjóhernun, segir að landslagið hér á landi henti afar vel til sprengjuleitaræfinga. Það sé krefjandi bæði hvað varði veðurfar og umhverfi. „Ef þú getur framkvæmt sprengjuleit á Íslandi getur þú gert það hvar sem er,“ segir Mabbott í umfjöllun um æfingarnar í Morgunblaðinu í dag.

Jónas Þorvaldsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, segir mikilvægt að geta skapað slíkar aðstæður fyrir stórþjóðir. „Þetta er stórt framlag fyrir litla þjóð,“ segir Jónas.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »