„Við erum nörd og erum stolt af því“

„Upp með hendur, niður með brækur,“ heyrðist einn viðstaddra segja …
„Upp með hendur, niður með brækur,“ heyrðist einn viðstaddra segja en honum var sem betur fer ekki alvara. mbl.is/Þór

„Þetta er annað árið í röð sem við gerum þetta og við erum í rauninni að búa til samastað fyrir íslenska nörda þar sem þeir geta notið þess að vera þeir sjálfir og sinna áhugamálum sínum,“ segir Sven Van Heerden, stofnandi og einn af skipuleggjendum Midgard-ráðstefnunnar, í samtali við mbl.is.

Midgard er fyrsta íslenska ráðstefnan eða aðdáendahátíð fyrir fólk sem sem hefur áhuga á vísindaskáldskap, fantasíum, teiknimyndum, búningagerð og borðspilum svo eitthvað sé nefnt. Hún fer fram í Fífunni í Kópavogi um helgina og þar verður boðið upp á nánast allt sem íslenska nörda gæti nokkurn tímann dreymt um.

„Okkar mottó er í raun að sameina alla nörda og búa til stað fyrir allar gerðir nörda algjörlega óháð kyni eða trúarbrögðum nú eða hvort þeir aðhyllast kvikmyndir, sjónvarpsþætti, tölvuleiki, teiknimyndablöð eða borðspil,“ bætir Sven við.

Sven van Heerden er líklega kominn í guðatölu meðal íslenskra …
Sven van Heerden er líklega kominn í guðatölu meðal íslenskra nörda. mbl.is/Þór

Nördar stjórna heiminum

Sven er hluti af tíu manna teymi sem vinnur nánast allt árið um kring að skipulagningu Midgard ásamt teymi sjálfboðaliða. Spurður hvort það sé rétt sem margir segja að nördar séu í raun svalasta og skemmtilegasta fólkið þá stendur ekki á svörum:

„Algjörlega. Í dag er heiminum stjórnað með upplýsingum og upplýsingatækni. Það eru nördar á bak við það og án þeirra þá stöðvast allt. Þannig nördar stjórna ekki einungis heiminum heldur elskum við það. Við erum nörd og erum stolt af því,“ segir hann brosandi.

„Allir sem koma hingað eru í raun bara venjulegt fólk að njóta áhugamála sinna og hafa gaman af lífinu. Af hverju ætti það að vera slæmur hlutur?“ spyr hann réttilega.

Þær Taiga (Alexía), Susanna (Sara) og Rem frá Re:Zero (Veronika) …
Þær Taiga (Alexía), Susanna (Sara) og Rem frá Re:Zero (Veronika) hafa verið heillaðar af anime frá því þær voru 11-12 ára gamlar. mbl.is/Þór

Á rölti um Fífuna mátti sjá allar stærðir og gerðir af fólki frá hinum ýmsu stöðum. Flestir voru í einhvers konar búningi og voru komnir til að taka þátt, aðrir voru mættir til þess að skoða og kynna sér aðstæður en allir virtust njóta sín í botn.

Safnar fyrir góð málefni með byssu í hönd

„Ég er hér sem sjálfboðaliði fyrir góðgerðarsamtökin 501st Legion. Við smíðum Star Wars-búninga og söfnum fyrir góð málefni,“ segir Marietta frá Finnlandi. Hún var klædd sem Shocktrooper sem er sérsveit innan hinna alræmdu Stormtrooper-hermanna.

Marietta var hins vegar alls ekki illgjörn eða ógnandi eins og hún leit út fyrir að vera. Hún starfar sem grafískur hönnuður og listamaður í Finnlandi.

Þrátt fyrir ógnandi útlit hefur Marietta góða nærveru.
Þrátt fyrir ógnandi útlit hefur Marietta góða nærveru. mbl.is/Þór

Líf víkingsins heillandi

„Það er allur pakkinn bara; útlitið og stemningin,“ segir Greg aðspurður hvað heillaði hann við líf víkingsins. Hann hefur spilað spunaspil frá æsku og segir það eðlilega þróun á því áhugamáli að mæta á Midgard-ráðstefnuna.

„Mig hefur alltaf langað að koma á svona ráðstefnu en hef ekki endilega efni á því að fljúga til útlanda til að taka þátt í svona þannig að það er frábært að þetta sé komið til Íslands,“ bætir hann við.

Frekari upplýsingar um Midgard og dagskrána um helgina.

Greg hefur spilað spunaspil frá æsku en ekki larpað eins …
Greg hefur spilað spunaspil frá æsku en ekki larpað eins mikið og hann vildi enda lítið samfélag til fyrir austan þar sem hann á heima. mbl.is/Þór
Hilmar er víkingur og hefur verið slíkur í einhver ár. …
Hilmar er víkingur og hefur verið slíkur í einhver ár. Hann kann að meta Lord of the Rings þríleikinn þótt hann sé enginn sérstakur aðdáandi. mbl.is/Þór
Þessar dömur mættu í sína fínasta pússi.
Þessar dömur mættu í sína fínasta pússi. mbl.is/Þór
Öryggið var að sjálfsögðu í fyrirrúmi.
Öryggið var að sjálfsögðu í fyrirrúmi. mbl.is/Þór
Básar voru settir upp þar sem fyrirtæki kynntu starfsemi sína.
Básar voru settir upp þar sem fyrirtæki kynntu starfsemi sína. mbl.is/Þór
Öll elskum við LEGO.
Öll elskum við LEGO. mbl.is/Þór
Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Myrkur Games kynnti afurð sína.
Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Myrkur Games kynnti afurð sína. mbl.is/Þór
Spiderman sá til þess að allir nærðust vel fyrir átökin …
Spiderman sá til þess að allir nærðust vel fyrir átökin um helgina. mbl.is/Þór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert