BSRB hugar að aðgerðum

Kröfufundur á Austurvelli.
Kröfufundur á Austurvelli. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Forystumenn BSRB og aðildarfélaga þess og félagsmenn eru orðnir óþreyjufullir vegna þess hversu litlu viðræður þeirra við samninganefndir ríkisins, Reykjavíkurborgar og sveitarfélaganna hafa skilað.

Viðræðurnar hafa staðið yfir í sex mánuði. Krafa um styttingu vinnutímans og krafa vinnuveitenda um að fá eitthvað á móti virðist aðalágreiningsmálið. Forystumenn eru að íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara og undirbúa aðgerðir.

Viðræðurnar fara fram á tvennum vígstöðvum. BSRB fer með sameiginleg mál félaganna, eins og vinnutímamálin, en félögin fara sjálf með launamálin. „Við erum búin að vera ansi lengi í þessum viðræðum og þær ganga að okkar mati ekki neitt. Við höfum ekki fengið neinar beinar tillögur frá samninganefnd ríkisins,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis – stéttarfélags í almannaþjónustu sem er stærsta félagið innan BSRB, í umfjöllun um kjaradeiluna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert