Fjólujússa hafði ekki sést hér í 50 ár

Matsveppurinn vinsæli er að ryðja sér til rúms hér á …
Matsveppurinn vinsæli er að ryðja sér til rúms hér á landi. Ljósmynd/Wikipedia

Fjólujússa, sem er af ætt ætisveppa, fannst í garði á Akureyri í sumar. Finnandinn var sveppafræðingurinn Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir og að sögn Bjarna Diðriks Sigurðssonar, prófessors við Landbúnaðarháskóla Íslands, hefur tegundin ekki sést hér á landi í yfir 50 ár.

„Þetta er vinsæl tegund sem við vonum að fari að breiðast út á Íslandi. Það að hún skuli finnast núna aftur dregur fram hið hlýja veður sem við höfum verið að upplifa núna í sumar,“ segir Bjarni um sveppafund þennan í Morgunblaðinnu í dag.

Hann sagði sveppatíðina hvergi nærri búna þótt jarðvegurinn frjósi örlítið, áfram verði hægt að tína sveppi fram í miðjan október. Flestar sveppategundir hætta að koma upp þegar jarðvegurinn frýs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert