Reyndu að stinga lögregluna af

mbl.is/Eggert

Talsvert var um útköll vegna ölvunar á veitingahús og skemmtistaði í miðbæ Reykjavíkur í nótt samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Ökumaður var tekinn fyrir að fara yfir á rauðu ljósi. Í ljós kom að sá var aðeins 15 ára og var ekki með ökuréttindi.

Þrír voru handteknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Voru þeir látnir lausir að lokinni sýnatöku. Einn var stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.

Fjórir einstaklingar voru handteknir eftir að ökumaður bifreiðar reyndi að stinga lögreglu af. Voru þeir vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Þá fundust einnig meint fíkniefni í bifreiðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert