Borgarfjarðarbraut lokuð vegna slyss

mbl.is/Eggert

Borgarfjarðarbraut hjá Grjóteyri er lokuð vegna umferðarslyss og má búsat við að vegurinn verði lokaður næstu klukkustund samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi.

Lögreglan bendir á hjáleið um Hvítárvallabrú.

Uppfært 14:40:

Tilkynning barst neyðarlínunni um klukkan ellefu í morgun um að alvarlegt umferðarslys hefði átti sér stað á Borgarfjarðarbraut. Þar varð árekstur tveggja ökutækja með þeim afleiðingum að tveir eru alvarlega slasaðir. Þrír voru í öðrum bílnum en ökumaður var einn í hinum bílnum. Lögregla, sjúkralið ásamt lækni komu á vettvang. Borgarfjarðarbraut er lokuð sem stendur. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir.

mbl.is