Litríkt heimili Steinunnar Völu

Kristinn Magnússon

Steinunn Vala Sigfúsdóttir, eigandi skartgripafyrirtækisins Hring eftir hring, býr ásamt fjölskyldu sinni í björtu, litríku og fallega innréttuðu heimili í Garðabæ.

 Steinunn segir stílinn á heimilinu einkennast af því að vera fínlegur, fallegur, litríkur, skapandi og skemmtilegur. „Ég hef alltaf heillast af vönduðum hlutum og vel mér hluti sem ég sé fyrir mér að ég geti átt lengi. Ég vil frekar eiga fáa, endingargóða hluti en mikið af drasli. Það fer fátt meira í taugarnar á mér en skran. Þegar ég skoða hluti hugsa ég um hvaðan þeir koma, horfi á efniviðinn, liti og form.“

Kristinn Magnússon

Steinunn segir efniviðinn skipta afar miklu máli hvort sem um er að ræða fatnað, hluti fyrir heimilið eða eitthvað annað. „Ég kýs leður, við, ull, silki, leir, gler og málma fram yfir gerviefni. Ég er áhugasöm um liti og litasamsetningar, tek eftir litum allt í kringum mig og er oft að máta þá við aðra liti. Oft heillast ég meira af lífrænum formum og pínulítið skrítnum frekar en einföldum og stílhreinum formum. Ég er til dæmis líklegri til að setja saman ósymmetríska hálsfesti en symmetríska. Handverk hefur alltaf heillað mig og ég kikna bókstaflega í hnjánum og fæ lítinn sting í hjartað þegar ég sé fallega unnið handverk, mannshöndin gefur alltaf eitthvað alveg sérstakt auka.“

Kristinn Magnússon

Spurð hverju sé mikilvægast að huga að við innréttingu heimilisins segir Steinunn Vala þarfir heimilisfólksins skipta lykilmáli. „Fegurðin felst að miklu leyti í þessum sannleika um heimilisfólkið og gefur heimilinu fallegasta karakterinn að mínu mati. Svo má alltaf punta og raða fallega til að fegra heimilið sitt enn frekar.“

Nánar er rætt við Steinunni Völu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Kristinn Magnússon
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »