Reyndu að stinga lögregluna af

mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt. Einkum vegna afskipta af einstaklingum sem voru undir áhrifum vímuefna.

Þannig voru þrír einstaklingar til að mynda handteknir í Reykjavík eftir að bifreið sem þeir voru í hafði verið ekið of hratt. Tveir karlmenn reyndu að hlaupa á brott frá bifreiðinni en voru stöðvaðir ásamt konu sem var í henni. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Var fólkið vistað í fangageymslu.

Einnig hafði lögreglan afskipti af karlmanni sem hafði ekið bifreið sinni utan í kyrrstæða bifreið í miðborg Reykjavíkur. Vitni að óhappinu fylgdi bifreið mannsins eftir og tilkynnti lögreglu. Var maðurinn loks handtekinn og er grunaður um ölvun.

Lögreglan hafði afskipti af nokkrum fjölda annarra einstaklinga vegna annarlegs ástands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert