Stolin bifreið fannst en ýmislegt vantaði

Bifreið, sem stolið var af bílaleigu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum fyrir nokkrum dögum, fannst á malarplani á Ásbrú í Reykjanesbæ í vikunni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni.

Þegar bifreiðin fannst var búið að fjarlægja af og úr henni bæði afturljós, bæði framljós og grill, mælaborð, miðstöð og snertiskjá sem útvarp og fleira var í. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni.

mbl.is