Vann tæpa hálfa milljón króna

Fyrsti lottóvinningur gærkvöldsins, upp á rúmar 28 milljónir króna, gekk ekki út en hins vegar hlaut einn heppinn lottóspilari 489 þúsund krónur í annan vinning.

Vinningsmiðinn var keyptur í verslunni Iceland við Engihjalla í Kópavogi.

Fjórir hlutu einnig annan vinning í Jókernum og fær hver í sinn hlut 100 þúsund krónur.

Lottótölur kvöldsins voru 3, 4, 9, 15 og 37. Jókertölurnar voru 8, 2, 0, 9 og 2.

mbl.is