Drengurinn fundinn heill á húfi

mbl.is/Eggert

Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Patreki Antonssyni sem fór frá heimili sínu, Langholti, Meðallandi í Skaftárhreppi, um hádegisbilið í dag.

Patrekur var klæddur í hvíta og gráa úlpu, í grænum buxum og líklega með svartan bakpoka, að því er segir í Facebook-færslu lögreglunnar á Suðurlandi. 

Þeir sem kunna að hafa orðið varir við Patrek eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna á Selfossi í síma 444 2010.

Uppfært klukkan 22:40: 

Drengurinn er fundinn heill á húfi. Lögreglan þakkar veitta aðstoð.


 

mbl.is