Enn á ný munaði litlu í Reynisfjöru

Ferðamennirnir reiknuðu ekki með hættunni í Reynisfjöru og réðu ekki …
Ferðamennirnir reiknuðu ekki með hættunni í Reynisfjöru og réðu ekki við kraftinn í öldunni. Skjáskot/Aðsent

Tveir ferðamenn voru mjög hætt komnir í Reynisfjöru fyrir tveimur dögum þegar alda lenti á þeim í vindasömu veðri. Reynisfjara er sem kunnugt er stórhættuleg þeim sem þar eru og vara sig ekki enda er útsogið kröftugt. Á undanförnum árum hafa mannslát orðið í fjörunni vegna þessa.

Ferðamaður í hópi ferðaþjónustufyrirtækisis Arctic Adventures tók myndbandið sem fylgir fréttinni, en þar sést hvernig aldan hrífur fólkið, sem var ekki hluti hópsins, með sér. Leiðsögumaðurinn segir fólkið heppið að hafa ekki farið út með öldunni.

Á sama stað og ferðamaður sem týndi lífi

Hópurinn stóð u.þ.b. tíu metrum ofar í fjörunni, skammt frá stígnum við fjöruna. Leiðsögumaðurinn bendir á að á dögum sem þessum sé aðeins farið rétt fyrir neðan stíginn. Vel sjáist hvar fótspor séu í sandinum og hvar hann sé sléttur, þ.e. hve langt aldan nái upp í fjöruna.

Leiðsögumaðurinn segir ferðamennina hafa verið heppna. Þeir hafi verið á sama stað og kínverskur ferðamaður stóð fyrir nokkru, en sá týndi lífi eftir að aldan hreif hann með sér út í sjóinn. Aldan hafi hagað sér með sambærilegum hætti, brotnað á klettunum til vinstri, farið til hliðar og lent síðan á ferðamönnunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert