Erlendur ferðamaður lést eftir bílslys

Erlendi ferðamaðurinn sem lést var farþegi í öðrum bílnum.
Erlendi ferðamaðurinn sem lést var farþegi í öðrum bílnum.

Erlendur ferðamaður sem lenti í bílslysi á Borgarfjarðarbraut í gær hefur verið úrskurðaður látinn. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur enn yfir. Þetta kemur fram á facebooksíðu lögreglunnar á Vesturlandi. 

Tveir bílar skullu saman í gær rétt fyrir klukkan 11. Þrír einstaklingar voru í öðrum bílnum og var hinn látni farþegi í þeim bíl. Ökumaður var einn í hinum bílnum.