Fyrirliðinn skráir sjálfur sögu félagsins

Aðalbjörn Björnsson, faðir Bjarts, í leik gegn Skallagrími 1984.
Aðalbjörn Björnsson, faðir Bjarts, í leik gegn Skallagrími 1984. Ljósmynd/Jóhann Árnason

„Ég er appelsínugulur og grænn í gegn,“ segir Bjartur Aðalbjörnsson, fyrirliði karlaliðs Einherja á Vopnafirði í knattspyrnu.

Bjartur hefur undanfarin misseri unnið að því að skrásetja sögu félagsins. Við þá vinnu komst hann að því að Einherji var í raun stofnaður árið 1929 en ekki 1925 eins og jafnan hefur verið talið. Félagið fagnar því 90 ára afmæli síðar á árinu en söguritunin er ekki komin það langt hjá Bjarti að nokkuð verði gefið út af því tilefni.

„Ég hef alltaf verið mikill áhugamaður um gamla Einherja-tíma og langaði að vita við hvað var fengist áður en knattspyrnan fór á fullt árið 1974,“ segir Bjartur sem hefur sótt sér fróðleik á Héraðsskjalasafn Austurlands, í tímarit og dagblöð auk þess sem félagatöl og fundargerðabækur hafa varðveist. Annars hefur illa verið haldið utan um sögu félagsins að mati fyrirliðans sem rennur blóðið til skyldunnar.

Sjá viðtal við Bjart í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert