Kona féll fram af svölum

mbl.is/Eggert

Kona féll fram af svölum í Hólahverfi í Breiðholti í kvöld. Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins sem hefur eftir vitnum að karlmaður hafi „hent henni niður af svölunum á steyptar tröppur“. 

Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við mbl.is að tveir sjúkrabílar hafi verið sendir á vettvang og konan hafi verið flutt á slysadeild á tíunda tímanum í kvöld en gat ekki veitt upplýsingar um líðan hennar.

Ekki hefur náðst í lögreglu vegna málsins en Fréttablaðið hefur eftir lögreglu að karlmaður hafi verið handtekinn í hverfinu. 

mbl.is