Seltirningum barst óvænt rukkun

Frá Seltjarnarnesi.
Frá Seltjarnarnesi. mbl.is/​Hari

Borið hefur á því meðal íbúa á Seltjarnarnesi að þeim berist reikningar frá Hitaveitu Seltjarnarness, sumir hverjir fyrir yfir 100 þúsund krónur, þar sem borið er við vanreiknaðri orku aftur í tímann.

Íbúi vakti athygli á þessu í íbúahópi Seltirninga á Facebook, en hann fékk reikning sem hljóðaði upp á 135 þúsund krónur vegna vanreiknaðrar orku frá 2015-2019. Kvaðst íbúinn ekki hafa fengið neina beiðni um aflestur af mæli á þessu tímabili, hvað þá að starfsmenn hitaveitu hefðu komið og beðið um að fá að lesa af mæli fyrr en 30. júlí sl., þegar tveir menn hefðu komið til að lesa af mæli.

Í bréfi hitaveitunnar segir að útgefinn uppgjörsreikningur sé miklu hærri en áætlunarreikningar á undan. „Hann er byggður á álestri og er um leið uppgjör á þeim áætlunarreikningum sem sendir hafa verið. Mismunurinn er reiknaður út og ef þú hefur notað meiri orku en áætlunin segir til um hækkar reikningurinn sem því nemur,“ segir í bréfinu.

Íbúinn ýjar að því að hitaveitan hafi ekki sinnt starfi sínu við álestur í húsum bæjarins. Undir færsluna ritar fjöldi fólks sem hefur svipaða sögu að segja og furðar sig á málinu. Reikningar námu allt frá 50-180 þúsund krónum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »