Alvarlega slösuð eftir fall

Landspítali háskólasjúkrahús í Fossvogi.
Landspítali háskólasjúkrahús í Fossvogi. mbl.is/Ómar

Konan sem hrint var fram af svölum í Hólahverfi í Breiðholti í gærkvöldi er alvarlega slösuð, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Maðurinn sem hrinti konunni var handtekinn af lögreglu á staðnum og er vistaður í fangageymslu. Málið er í rannsókn lögreglunnar.

mbl.is