Brautarmet í Þórsmerkurhlaupinu

Hlaupaleiðin þykir falleg í Þórsmörk.
Hlaupaleiðin þykir falleg í Þórsmörk.

Brautarmet var slegið í Þórsmerkurhlaupinu, Volcano Trail Run, bæði í karla- og kvennafloki. Hlaupið var haldið í sjötta sinn laugardaginn síðastliðinn þar sem hlaupinn var 12 km hringur frá Húsadal. 

Guðni Páll Pálsson var rétt rúman klukkutíma að hlaupa 12 km vegalengd og hljóp á tímanum 1:05:01 og Astrid Ólafsdóttir fór á tímanum 1:26:58. Aðstæður voru krefjandi á köflum vegna veðurs. +

Hlauparar fóru 12 km leið um Þórsmörk á laugardaginn.
Hlauparar fóru 12 km leið um Þórsmörk á laugardaginn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Þórsmerkurhlaupið hefur verið valið eitt af bestu utanvegahlaupum landsins en hlaupaleiðin er um 12 kílómetrar og liggur frá Húsadal upp að rótum Rjúpnafells, umhverfis Tindfjöll, yfir Valahnúk og endar svo aftur í Húsadal. Yfir 100 keppendur voru skráðir til leiks. Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Hlaupið er haldið af Volcano Huts sem reka gisti- og veitingaþjónustu í Húsadal í Þórsmörk.

Steinholtsá við Þórsmörk.
Steinholtsá við Þórsmörk.
mbl.is