Margfalt álag á vegina

15 sinnum fleiri erlendir ferðamenn óku bílaleigubílum yfir vetramánuði í …
15 sinnum fleiri erlendir ferðamenn óku bílaleigubílum yfir vetramánuði í fyrra en 2010. mbl.is/​Hari

Áætlað er að erlendir ferðamenn hafi ekið bílaleigubílum alls um 660 milljónir km á Íslandi í fyrra. Álagið á vegina hefur margfaldast á fáum árum og er nú talið að álag bílaleigubíla á vegakerfið, þar sem erlendir ferðamenn voru við stýrið, hafi verið um 6,6-falt meira á seinasta ári en á árinu 2010.

Nýbirt rannsókn bendir til þess að um 1,3 milljónir erlendra ferðamanna hafi nýtt sér bílaleigubíla á Íslandi á seinasta ári. Þessar upplýsingar koma fram í greinargerð fyrirtækisins Rannsóknir & ráðgjöf ferðaþjónustunnar um erlenda ferðamenn og hringveginn 2010-2018, sem birt er á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Þar kemur einnig fram að áætlað er að 15 sinnum fleiri erlendir ferðamenn hafi nýtt sér bílaleigubíla yfir helstu vetramánuðina á árinu 2018 (janúar, febrúar, nóvember, desember) en átta árum áður.

Akstur erlendra ferðamanna í fyrra var að talið er 22% af öllum einkaakstri hér á landi. Sé miðað við 8 lítra meðaleyðslu hvers bíls á hundraðið og að eldsneytisverð hafi að jafnaði verið 200 kr. á lítra má að mati höfunda greinargerðarinnar lauslega slá á að eldsneytisútgjöld erlendra ferðamanna vegna aksturs bílaleigubíla hér á landi á síðasta ári hafi numið um 10,6 milljörðum kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert