Börnin eru nærri því í tvo tíma á dag í skólabílnum

Ástand vegarins um Vatnsnes er slæmt þessa dagana.
Ástand vegarins um Vatnsnes er slæmt þessa dagana. Ljósmynd/Húnaþing Vestra

Ástand Vatnsnesvegar er slæmt þessa dagana vegna rigninga. Þar eru djúpar holur og nánast hola við hola á köflum. Vegna þess hefur Grunnskóli Húnaþings vestra lengt aksturstíma skólabílanna um 5-10 mínútur hvora leið.

Fyrir þá aðgerð voru þau börn á Vatnsnesi og í Vesturhópi sem lengst eru frá Hvammstanga 47 mínútur á leiðinni í skólann og jafn lengi heim. Með lengingunni verða þau nærri því í tvo tíma í skólabílnum á hverjum virkum degi.

„Það er búið að vera mjög votviðrasamt að undanförnu og töluvert mikil umferð. Þá verður vegurinn illfær. Skólabílstjórarnir segjast þurfa að vera með bílana í öðrum gír á stórum köflum og stundum þurfi þeir að skipta niður í fyrsta gír,“ segir Sigurður Þór Ágústsson skólastjóri um ástand vegarins í Morgunblaðinu í dag. Því er ekki mögulegt fyrir þá að halda áætlun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »