Þjónustan mun versna

Grenivík er þéttbýli í Grýtubakkahreppi.
Grenivík er þéttbýli í Grýtubakkahreppi.

„Mörg minni sveitarfélögin eru fjárhagslega sterk og veita góða þjónustu. Því finnst mér verst að þetta sé gert í nafni þess að bæta þjónustuna þegar íbúarnir vita að hún muni versna.“

Þetta segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, um áform stjórnvalda um lögþvingun sameiningar sveitarfélaga með því að setja lágmarksfjölda íbúa sveitarfélaga við 250 manns við næstu kosningar og 1.000 íbúa fjórum árum síðar.

Áform um lögþvingaða sameiningu mætir andstöðu margra af minni sveitarfélögum landsins. Það birtist meðal annars í umsögnum um þingsályktunartillögu um stefnumótandi áætlun um málefni sveitarfélaga og aðgerðaáætlun þar sem umrædd stefna kemur fram. 23 sveitarfélög sendu inn umsagnir og var lögþvingun mótmælt eða lýst yfir efasemdum í 14 þeirra en sjö af stærri sveitarfélögum landsins lýstu yfir stuðningi. Stefnan var samþykkt á sérstöku landsþingi sem Samband íslenskra sveitarfélaga hélt um málið.

Þröstur segir að sveitarstjórn Grýtubakkahrepps þar sem Grenivík er þéttbýliskjarninn og íbúar séu sammála í því mati að ef sveitarfélagið verði sameinað öðru séu líkur á að þjónusta við íbúana muni versna. „Við sjáum það fyrir okkur að verða alltaf jaðarbyggð og þá er veruleg hætta á að þjónustan versni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »