Tíu ára í sjálfheldu á Esjunni

Óskað var eftir aðstoð slökkviliðs og björgunarsveita þegar tíu ára stúlka var í sjálfheldu á Esjunni í hádeginu í dag. Vel gekk að koma stúlkunni niður.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst ósk um aðstoð skömmu eftir klukkan 12.00 á hádegi. 

Stúlkan var á ferð með fjölskyldu sinni en hafði lent í vandræðum og því var kallað eftir aðstoð. Vel gekk að koma henni niður og var aðgerð slökkviliðs og björgunarsveita lokið um klukkan tvö.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert