Bergþór kjörinn formaður nefndarinnar

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, var á ný kjörinn formaður umhverfis- …
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, var á ný kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokks, var kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar á fundi nefndarinnar nú klukkan þrjú. Bergþór og flokksbróðir hans Karl Gauti Hjaltason voru þeir einu sem greiddu atkvæði á þennan veg. Aðrir sátu hjá. Jón Gunnarsson var kjörinn 1. varaformaður og Ari Trausti Guðmundsson 2. varaformaður.

Nefndarfundur umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis fór hófst klukkan þrjú í …
Nefndarfundur umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis fór hófst klukkan þrjú í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fundi nefndarinnar í gær var frestað eft­ir ein­ung­is um fimm mín­út­ur, en þar var formannskjör eina málið á dagskrá. Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, hefur gegnt formennsku frá því Klaustursmálið kom upp í desember síðastliðnum. Á fundinum stakk Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, upp á því að Miðflokksmaðurinn Karl Gauti Hjaltason yrði formaður, í stað Bergþórs sem fulltrúi minnihlutans og í kjölfarið var fundinum slitið og fundurinn í dag boðaður.  

mbl.is