Lögreglufélag Vestfjarða fagnar úttekt á ríkislögreglustjóra

Lögreglufélag Vestfjarða fagnar því að gera eigi alhliða stjórnsýsluúttekt á …
Lögreglufélag Vestfjarða fagnar því að gera eigi alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglufélag Vestfjarða lýsir yfir stuðningi við stjórn Landssambands lögreglumanna. Félagið fagnar því að gera eigi alhliða stjórnsýsluúttekt á embætti Ríkislögreglustjóra. Þá segir félagið stöðu fata- og ökutækjamála lögreglunnar óviðunandi. Þetta kemur fram í tilkynningu Lögreglufélags Vestfjarða í kjölfar aðalfundar félagsins sem fram fór í kvöld. 

Félagið skorar á stjórnvöld að efla og styrkja lögregluna í landinu með auknum fjárheimildum og fjölgun lögreglumanna. Segir í tilkynningunni að það sé ólóðandi að lögreglumenn séu einir á vakt. 

Lögreglufélag Vestfjarða telur, líkt og lögreglufélög Austurlands og Suðurlands, að sameining  allra lögregluembætta komi ekki til með að styrkja lögregluna í landinu. Lögreglumenn víðs vegar á landinu hafa upp á síðkastið gagnrýnt starfsemi embættis Ríkislögreglustjóra, meðal annars vegna bílareksturs og fatamála. Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að gera stjórnsýsluúttekt á embættinu sem embættið segist  fagna.

mbl.is