Mörg dæmi um utanvegaakstur

Dæmi um utanvegaakstur síðustu daga.
Dæmi um utanvegaakstur síðustu daga. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Mörg dæmi eru um utanvegaakstur síðustu daga við Friðland að Fjallabaki. Mikilvægt er að ökumenn virði lög og reglur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstofnun.

Vegna snjókomu og skafrennings aðfararnótt sunnudagsins 15. september sl. lentu margir bílar í vandræðum á Sigölduleið (208) og festu sig. Að því tilefni ákvað Vegagerðin í samráði við landverði Umhverfisstofnunar að merkja veginn ófæran. Þegar snjór safnast í vegi á hálendinu aka því miður margir utan vega til að forðast skafla.

Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar.

Þar segir að Landverðir hafi orðið varir við mikinn utanvegaakstur á svæðinu en sá lengsti var um tveggja kílómetra langur.

Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Landverðir hafa unnið við að afmá förin sem er tímafrekt verkefni en nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að aðrir bílar aki eftir hjólförum sem hafa myndast utan vega. Þar sem veður er slæmt á svæðinu og förin enn sýnileg, mun vegurinn vera merktur ófær þangað til á morgun og staðan þá tekin aftur.

Ökumenn eru minntir á að þótt næturfrost og snjókoma hafi verið undanfarið á hálendinu er jörðin ekki frosin og allur utanvegaakstur bannaður samkvæmt lögum um náttúruvernd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert