„Útlitið er svart núna“

„Útlitið er svart núna en hlutir geta breyst hratt,“ segir enski rithöfundurinn Ian McEwan sem er staddur á landinu í tilefni þess að hann er fyrsti rithöfundurinn til að hljóta alþjóðleg bókmenntaverðlaun kennd við Halldór Laxness.

Hamfarahlýnun og popúlísk stjórnmálaöfl valda honum áhyggjum en góðu fréttirnar, að hans mati, eru þær að fólk veit hvað þarf til að vinda ofan af þróuninni. Í einkaviðtali við mbl.is sem tekið var í Gljúfrasteini í dag ræðir hann um Halldór Laxness og verðlaunin sem hann tekur við á morgun og sína nálgun á ritstörfin en einnig um frásagnarlistina í flóknum heimi.

Í umsögn valnefndar er fjallað um feril McEwans sem hlaut 15.000 evrur eða rúmar tvær milljónir króna í verðlaun.

Fer­ill McEw­an spann­ar nær hálfa öld og eru hon­um meðal ann­ars veitt verðlaun­in þar sem sög­ur hans spanna vítt svið, frá frek­ar óhugnan­leg­um sög­um úr dimm­ustu af­kim­um sál­ar­inn­ar yfir í breiðari sam­fé­lags- og mann­lífs­lýs­ing­ar, sög­ur sviðsett­ar í sam­tíma okk­ar og sögu, á tíma seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar, tíma kalda stríðsins, tíma­bili Mar­grét­ar Thatchers, tíma lofts­lags­breyt­inga, og oft sög­ur með knýj­andi siðferðis­leg­um spurn­ing­um um mátt vís­ind­annna og tak­mark­an­ir þeirra.

„Smáa letrið í sál­inni“

Fyrstu bæk­ur hans, smá­sög­urn­ar First Love, Last Rites og In between the Sheets og skáld­sög­urn­ar Stein­steypug­arður­inn, The Cement Garden, og Vin­arþel ókunn­ugra, The Com­fort of Stran­gers, komu út ár­un­um frá 1975 til 1981 og nýj­asta skáld­sag­an Machines like me er ný­kom­in út, í apríl 2019 og mun vera vænt­an­leg á ís­lensku. „Þess­ar fyrstu sög­ur vöktu mikla at­hygli og náðu vel til áhuga­manna um nýj­ung­ar í bók­mennt­um. Þar kvað við nýj­an tón en um leið vöktu þær harðar deil­ur. Það voru ekki síst ögr­andi viðfangs­efn­in, efn­is­val utan al­far­a­leiðar, viðkvæm mál, sem skópu höf­und­in­um sér­stöðu. Sagt hef­ur verið um Ian McEw­an að hann haldi sig ekki bara við fyr­ir­sagn­irn­ar í hug­an­um held­ur líka smáa letrið í sál­inni,“ seg­ir í um­sögn val­nefnd­ar­inn­ar.

Í um­sögn nefnd­ar­inn­ar seg­ir einnig að yfir sögn­um McEw­an hvíli nú­tím­inn eins og reyk­ur úr verk­smiðju. „Og ekki bara reyk­ur held­ur lofts­lag, sér­stakt lofts­lag, and­rúms­loft. Stíll­inn er út­hugsaður, ná­kvæm­ur og skýr, en ein­kenn­ist um leið af órök­ræn­um skynj­un­um en slík­ar lýs­ing­ar eru aldrei úr lausu lofti gripn­ar held­ur greypt­ar í sál­ar­ástand per­són­anna. Ná­kvæmni setn­ing­anna veg­ur þungt, skýr­leiki þeirra og hljóm­ur, í stuttu máli sagt, and­rúms­loftið í text­an­um.  Öllum má vera ljóst að vandi mann­legr­ar til­veru knýr að dyr­um þessa höf­und­ar og hann opn­ar sig ætíð með óvæntu og ný­stár­legu móti.“

Sam­felld sig­ur­ganga

Barnið og tím­inn, The Child in Time, sem kom út árið 1985 markaði nýtt tíma­bil, tíma­bil breiðari sagna með sterk­ari sam­fé­lags­legri skír­skot­un. Meðal þeirra eru njósna- og kalda­stríðssög­urn­ar Sak­leys­ing­inn, The Innocent, Svart­ir hund­ar, Black Dogs, og Ei­líf ást, End­ur­ing Love. Friðþæg­ing­in, At­onement, er ein sú fræg­asta en eft­ir henni var gerð vin­sæl kvik­mynd og fleiri sög­ur hans hafa verið kvik­myndaðar. Fyr­ir skáld­sög­una Amster­dam fékk hann Booker-verðlaun­in.

„Fer­ill hans hef­ur verið sam­felld sig­ur­ganga en hann oft um­deild­ur og má það heita lífs­mark með höf­undi. Við verðlaun­um hér glæsi­leg­an fer­il, höf­und með mikið er­indi,“ seg­ir í um­sögn val­nefnd­ar­inn­ar.

mbl.is