Valsmenn og KR-ingar sameinast í gleðinni

Valsbandið hitar upp fyrir leik Vals og KR.
Valsbandið hitar upp fyrir leik Vals og KR. mbl.is/​Hari

KR-Valsbandið hitaði upp fyrir gesti í Fjósinu á Hlíðarenda fyrir leik Vals og KR í fyrrakvöld, þar sem KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 1:0 sigri.

Frammistaða tónlistarmannanna og söngvaranna vakti mikla lukku viðstaddra, að sögn Óttars Felix Haukssonar, stofnanda Valsbandsins og KR-Valsbandsins. „Við fengum strax pantanir um að halda fleiri gigg þannig að við komum aftur saman fljótlega.“

Valsararnir Óttar Felix gítarleikari, Dýri Guðmundsson gítarleikari og Ólafur Már Sigurðsson bassaleikari skipuðu bandið ásamt KR-ingunum Guðjóni B. Hilmarssyni trommuleikara og Sveini Guðjónssyni hljómborðsleikara.

Söngvararnir komu úr herbúðum heimamanna. Geir Ólafsson gaf tóninn með „Jambalaya“, Kristján Jóhannsson söng síðan „Spanish Eyes“ og Halldór Einarsson í Henson söng að sjálfsögðu „Eighteen Yellow Roses“. „Síðan fengum við viðstadda til að syngja með okkur „Að ferðalokum“ og verður ekki annað sagt en að skemmtunin hafi heppnast vel,“ segir Óttar Felix.

Sjá umfjöllun um Valsbandið í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »