Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum í nótt

Frá Hvalfjarðargöngum.
Frá Hvalfjarðargöngum. mbl.is/Sverrir

Fylgdarakstur vegna viðhaldsvinnu á vegbúnaði verður í Hvalfjarðargöngum í nótt, frá miðnætti til klukkan sjö í fyrramálið. Frá þessu er greint á vef Vegagerðarinnar.

Þar segir að lokað sé fyrir umferð við gangamuna uns fylgdarbíll komi. Áætlað er að brottför sé á um það til 20 mínútna fresti.

Vegagerðin biður vegfarendur að sýna aðgát og tillitssemi.

mbl.is