Skorar á fyrirtæki á Akureyri að bjóða nemendum í leikhús

Samkomuhúsið á Akureyri.
Samkomuhúsið á Akureyri. Ljósmynd/Aðsend

Leikkonan og athafnakonan María Pálsdóttir skorar á fyrirtæki á Akureyri að bjóða öllum nemendum í fjórða bekk grunnskóla bæjarins í leikhús. Áskorunina setti hún fram á Facebook.  María, sem rekur HÆLIÐ – setur um sögu berklanna, reið sjálf á vaðið og og bauð fjórða bekk Hrafnagilsskóla, Þelamerkurskóla og Valsárskóla, fyrir hönd HÆLISINS, á nýja fjölskylduverkið Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist sem frumsýnt verður í Samkomuhúsinu 5. október.

Leikkonan María Pálsdóttir í hlutverki sínu í leikritinu Gallsteinar afa …
Leikkonan María Pálsdóttir í hlutverki sínu í leikritinu Gallsteinar afa Gissa sem var frumsýnt fyrr á þessu ári. Ljósmynd/Aðsend

„Ég fékk strax frábær viðbrögð. Nú þegar hafa Bústólpi, Lemon, Hamborgarafabrikkan og Grandþvottur rokið til og boðið skólum og nú vantar bara að bjóða Naustaskóla, Giljaskóla og Lundaskóla. Ég er alveg viss um að það tekst, ekki spurning. Ég sé þetta fyrir mér sem bolta sem byrjar að rúlla og í grunninn finnst mér þetta ekki snúast um leikhús heldur eitthvað meira og fallegra og það í hvernig samfélag við viljum búa. Að við hugsum um hvert annað en ekki bara ég um mig frá mér til mín.“ Þetta er haft eftir Maríu í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert