Stefna Landspítalanum vegna andláts barns

Landspítali við Hringbraut.
Landspítali við Hringbraut. mbl.is/Ómar Óskarsson
Landspítalanum hefur verið stefnt til greiðslu miska- og skaðabóta vegna alvarlegra mistaka starfsfólks á fæðingardeild spítalans í byrjun árs 2015 þegar nýfætt barn lést fimm dögum eftir fæðingu. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV
Lögregla hefur rannsakað málið í þrjú ár án niðurstöðu og ríkislögmaður hefur engu svarað um greiðslu bóta til foreldra barnsins. 

Fram hef­ur komið að son­ur Sig­ríðar Eyrúnar Friðriksdóttur og Karls Olgeirssonar, Nói Hrafn, sem fædd­ist í janú­ar 2015, hafi lát­ist fimm dög­um síðar vegna óaft­ukræfs heilaskaða sem hann hlaut við fæðingu vegna mistaka starfs­fólks Land­spít­al­ans. Sig­ríður og Karl lögðu fram kvört­um við Embætti land­lækn­is hálfu ári síðar.

Niðurstaða land­lækn­is var að heil­brigðis­starfs­mönn­um hefðu orðið á van­ræksla og mis­tök og þeir hefðu sýnt for­eldr­un­um ótil­hlýðilega fram­komu í fæðingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert