Verkjalyfjanotkun verði minni en nú

Vinna á gegn notkun verkjalyfja sem innihalda ópíóða.
Vinna á gegn notkun verkjalyfja sem innihalda ópíóða.

Setja þarf af stað verkefni til að sporna við ofnotkun sterkra verkjalyfja sem innihalda ópíóða og geta valdið alvarlegri fíkn.

Þegar hefur mikill árangur náðst við að draga úr notkun breiðvirkra sýklalyfja hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á síðustu misserum. Notkunin hefur minnkað um nærri fjórðung frá því sem var og er skynsamlegri nú en áður. Hóf í verkjalyfjamálum er því næsta mál.

Þetta segir Emil Lárus Sigurðsson, forstöðumaður Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu. Ár er síðan starfsemi þróunarmiðstöðvarinnar hófst og var þeirra tímamóta minnst í gær.

Að sporna við óhófi í notkun sýklalyfa er mikilvægt því ómarkviss notkun þeirra er ein af ástæðum sýklalyfjaónæmis sem er heilbrigðisógn á heimsvísu, segir Emil í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert