Auglýsa eftir tilboðum í einkennisfatnað lögreglu

Buxur fyrir útkallslögreglu er meðal þess sem óskað er tilboða …
Buxur fyrir útkallslögreglu er meðal þess sem óskað er tilboða í. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkiskaup auglýstu á vef sínum í kvöld eftir tilboðum í einkennisfatnað lögreglu fyrir hönd embættis ríkislögreglustjóra. Fatamál lögreglu eru meðal þeirra mála sem gagnrýnd hafa verið í deilum lögreglu við ríkislögreglustjóra og sagði Lögreglufélag Suðurnesja m.a. í ályktun sem það sendi frá sér í síðustu viku að einkennisfatnaður lög­regl­unn­ar hefði „verið í mikl­um ólestri um langa hríð“.

Áður hafði komið fram í frétta­til­kynn­ingu frá embætti rík­is­lög­reglu­stjóra að nýtt útboð vegna ein­kenn­is­fatnaðar fyr­ir lög­reglu væri til­búið, en að beðið væri eft­ir að lög­reglu­um­dæm­in upp­lýstu um magn­töl­ur.

Samkvæmt útboðinu sem nú hefur verið tilkynnt um skiptist það í sjö flokka — hlífðar- eða regnfatnað, buxur fyrir útkallslögreglu, buxur fyrir innivinnandi lögreglu, skyrtur, skyrtur eða boli undir öryggisvesti, póló-boli og jakka og er heimilt að bjóða í einstaka flokka útboðsins.

Skilafrestur er til klukkan 13.00 hinn 21. október og verða tilboðin opnuð korteri síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert