Farþegar mæti snemma vegna álags í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Röð í flugstöð Leifs Eiríkssonar myndast á morgnana við innritun …
Röð í flugstöð Leifs Eiríkssonar myndast á morgnana við innritun í flug. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Farþegar sem eiga bókað flug milli kl. 7 og 9 fram til loka októbermánaðar eru hvattir til að mæta að minnsta kosti 2,5 klukkutíma fyrir brottför til að komast hjá aukinni bið í innritun og öryggisleit. Innritun og öryggisleit er opnuð kl. 4 alla morgna á Keflavíkurflugvelli.

Fram til loka októbermánaðar, þegar sumartímabili lýkur, má búast við nokkru álagi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli fyrir fyrstu brottfarir að morgni.

Ástæða þess að álag verður á þessu tímabili er að breyting hefur orðið á dreifingu ferða flugfélaga og hafa ferðir sem áður voru áætlaðar seinna um morguninn verið færðar í þennan fyrsta brottfararhluta dagsins.

Farþegar eru einnig hvattir til að kynna sér þær reglur sem gilda í öryggisleit og hvernig best sé að haga ferð sinni þar í gegn til þess að flýta fyrir.

Nánari leiðbeiningar um öryggisleit má finna hér.

Þetta kemur fram í tilkynningu. 

Þessi sjón mun ekki blasa við flugfarþegum sem eiga flug …
Þessi sjón mun ekki blasa við flugfarþegum sem eiga flug milli 7 og 9 að morgni út októbermánuð. mbl.is/​Hari
mbl.is