Þurfa að draga úr þjónustu á vegum

Vegagerðin hefur lagt fram tillögur um lækkun þjónustustigs á vegum.
Vegagerðin hefur lagt fram tillögur um lækkun þjónustustigs á vegum. mbl.is/Ólafur Kristinn Kristjánsson

Vegagerðin hefur gripið til aðhaldsaðgerða vegna uppsafnaðs halla á vetrar- og sumarþjónustu á vegum á síðustu árum. Þá hefur stofnunin lagt til við samgönguráðherra að þjónustustig verði lækkað, af sömu ástæðu.

Um 970 milljóna króna uppsafnaður halli var á vetrar- og sumarþjónustu Vegagerðarinnar í byrjun ársins. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi segir að árin 2017 og 2018 hafi verið erfið og kostnaðarsöm. Nefnir hann til viðbótar að þjónustustigið hafi verið hækkað í byrjun árs 2018 með því að auka þjónustu á vegum sem ferðamenn nota á veturna. Þá hafi umferð aukist og við það aukist kostnaður við þjónustu, bæði sumar og vetur.

Vegagerðin fær liðlega 5,3 milljarða króna til vetrar- og sumarþjónustu í ár. Ekki er gert ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár að þessum halla verði mætt. G. Pétur tekur fram að markmið Vegagerðarinnar sé að ná þessum halla niður. Þá hafi stofnunin ekki fengið synjun við óskum um að fá þetta bætt.

Hann segir að lagðar hafi verið fyrir ráðuneytið tillögur um lægra þjónustustig. Þær séu nú til athugunar þar. Þá segir hann að Vegagerðin sjálf hafi gripið til aðhaldsaðgerða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert