Vinna gegn matarsóun á Íslandi

Sóun matvæla er mikið vandamál.
Sóun matvæla er mikið vandamál. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Matarsóun er meðal brýnustu viðfangsefna nútímans,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem hefur hrundið af stað verkefnum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Eru þau liður í aðgerðaáætlun landsins í loftslagsmálum og verða í umsjón Umhverfisstofnunar.

Könnun á viðhorfi Íslendinga til matarsóunar verður meðal aðgerða en einnig verður efnt til viðburðar um matarsóun þar sem boðið verður upp á illseljanlegar og útlitsgallaðar matvörur til að vekja athygli á hve miklum matvælum er sóað.

Ráðist verður í samstarfsverkefni með Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaga þar sem matvælaöryggiskröfur eftirlitsaðila verða endurskoðaðar með tilliti til matarsóunar. Umhverfisstofnun stendur að auki að rannsókn á umfangi matarsóunar en niðurstöður rannsóknarinnar verða lagðar til grundvallar vinnu starfshóps umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem mun sjá um að koma með tillögur að fleiri aðgerðum til að draga úr matarsóun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert