Búhnykkur fyrir byggð í Skagafirði

Drangey togari Fisk Seafood hér í heimahöfn á Sauðarkróki.
Drangey togari Fisk Seafood hér í heimahöfn á Sauðarkróki.

Mikil verðmæti færast aftur í hérað með ávinningi þeim sem FISK Seafood og Kaupfélag Skagfirðinga hafði af hlutabréfaviðskiptum í Brimi hf.

Þetta segja fulltrúar í sveitarstjórn Skagafjarðar í grein sem birtist á vef héraðsblaðsins Feykis í gær. Aðalatriðið segja þeir þó að hagnaður af viðskiptunum nýtist nyrðra.

Í Feykisgreininni er farið yfir viðskiptasöguna. Hún er sú að eftir að Kaupfélag Skagafirðinga seldi hlut sinn í Högum hf. um miðjan ágúst sl. keypti dótturfélagið FISK Seafood í Brimi hf. og varð hluturinn 10,18%. Fyrir voru greiddir ríflega 6,6 milljarðar króna. Hinn 8. september voru Útgerðarfélagi Reykjavíkur, sem nátengt er eignarhaldi Brims, seldir sömu hlutir fyrir tæplega átta milljarða króna. Hagnaðurinn var um 1,4 milljarðar króna.

Ríflega 4,6 milljarðar króna af hlut FISK Seafood greiddi Brim með ríflega 2.600 tonna aflaheimildum í þorski, ýsu, ufsa og steinbít. Það þýðir um 10% aukningu aflaheimilda FISK Seafood í tonnum talið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »