Hjólaþjófur handtekinn í miðbænum

Fréttir af hjólastuldi hafa ítrekað komið upp síðustu vikur. Lögregla …
Fréttir af hjólastuldi hafa ítrekað komið upp síðustu vikur. Lögregla hafði afskipti af manni í nótt sem grunaður er um hjólastuld í miðbænum. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Nóttin var með rólegra móti hjá lögreglu sem þó hafði afskipti af erlendum manni í Hafnarstræti undir morgun en maðurinn er grunaður um þjófnað á reiðhjóli. Maðurinn neitaði að gefa upp persónuupplýsingar og var handtekinn og vistaður í fangageymslu. 

Laust fyrir klukkan tíu í gærkvöldi stöðvaði lögregla ökumanna bifreiðar sem óku yfir á rauðu ljósi við gatnamót á Hringbraut. Ökumaðurinn hafði neytt áfengis en mældist undir refsimörkum. Lögregla stöðvaði engu að síður akstur og lagði hald á lykla ökumannsins. 

Þá hafði lögregla afskipti af átta ökumönnum sem óku undir áhrifum áfengis og vímuefna. Í einu tilvikinu olli ökumaður umferðaróhappi. Ökumaðurinn er sömuleiðis grunaður um vörslu fíkniefna og var vistaður í fangageymslu lögreglu. 

mbl.is