Í annarlegu ástandi með lausan schäferhund

Lögreglan hafði afskipti af þó nokkuð mörgum sökum ölvunar í …
Lögreglan hafði afskipti af þó nokkuð mörgum sökum ölvunar í borginni í nótt. mbl.is/Eggert

Dyraverðir á skemmtistað í miðborginni óskuðu eftir aðstoð lögreglu skömmu eftir miðnætti vegna manns í annarlegu ástandi. Í fylgd mannsins var þýskur fjárhundur, eða schäferhundur, en hann var ekki í ól. Manni og hundi var ekið heim á leið og maðurinn kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt. 

Töluvert var um ölvun í miðbænum í nótt. Rétt fyrir miðnætti barst lögreglu tilkynning um ölvaðan mann sem var að skemma bifreið. Um klukkan hálffjögur í nótt hafði lögregla afskipti af manni sem braut rúðu í húsi við Skúlagötu. Maðurinn, sem er erlendur ferðamaður, var ber að ofan og í annarlegu ástandi. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu. 

Þá hafði lögregla afskipti af sex ökumönnum sökum aksturs undir áhrifum áfengis eða fíkniefna eða hvors tveggja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert